Þann 1.júní næstkomandi taka gildi nýjar reglur um merkingar á hreinsiefnum. Nýjar reglur byggja á reglugerð Evrópusambandsins frá 2008. Reglubreytingin kveður á um að öll efni og efnablöndur skulu vera merktar á íslensku en áður var einungis gerð krafa um íslenskar merkingar á efnum og efnablöndum sem eru verulega hættulegar.

Samkvæmt upplýsingum sem Félaga atvinnurekenda aflaði hjá aðildarfyrirtækjum sínum geta þessar hertu kröfur leitt til verðhækkunar um að minnsta kosti 10-20%. Verðhækkunin kemur til af því vinnuaflsfrekt og dýrt er að opna sendingar og líma merkimiða á íslensku á hreinsiefni.

Svigrúm ekki nýtt

Í byrjun desember 2016 sendi FA erindi á umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Þar var vakinn athygli á að fyrirhugaðar breytingar myndi leiða af sér kostnaðaraukninga íslenskra fyrirtækja sem myndi leiða til hærra verðs til neytenda. Einnig var bent á að reglugerð ESB er aðildarríkjum veitt ákveðið svigrúm varðandi merkingar og kemur þar fram að lönd þurfi ekki nauðsynlega að setja reglur um merkingar á sínu opinbera tungumáli.

„FA hefur bent ráðuneytinu á leið til að nýta svigrúmið  í Evrópureglunum. Þá gagnrýndu fulltrúar innflytjenda nýju reglurnar harðlega á fundi með Umhverfisstofnun í apríl síðastliðnum. Okkur þykir miður að þessar stofnanir skuli ekki virða innflytjendur svars og ekki klára þá vinnu að skoða hvort innleiða megi reglurnar með minna íþyngjandi hætti fyrir fyrirtæki og neytendur. Nú er tíminn að renna út og allt stefnir í að verð þessara vara muni hækka,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.