Félagsmenn Eflingar samþykktu verkfall hreingerningarfólks hjá Efling á hótelum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þann 8. mars  í atkvæðagreiðslu sem lauk í kvöld. 862 greiddu atkvæði, þar ef kusu 769 með verkfalli en 67 gegn verkfalli og 26 tóku ekki afstöðu. Kjörsókn var 11%.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar var ánægð með niðurstöðuna samkvæmt færslu á Facebook síðu Eflingar. „Félagsmenn hafa talað. Ég er innilega stolt af félagsmönnum okkar sem hafa sent mjög skýr og kröftug skilaboð með atkvæðum sínum. Það var ótrúlegt að upplifa andrúmsloftið á vinnustöðunum þar sem við skipulögðum atkvæðagreiðslur,“ er haft eftir Sólveigu Önnu.

Þá segist Efling ætla að tilkynna um víðtækari verkfallsaðgerðir í dag sem verði samstilltar með VR og ná lengra fram í tímann.

Samtök atvinnulífsins telja verkfallsboðunina ólöglega og hafa kært hana. Félagsdómur mun taka málið fyrir í dag.