Þrátt fyrir batnandi efnahagshorfur vestanhafs, eru sumir bílaframleiðendur ekki bjartsýnir. Sala hefur dregist saman hjá Ford og hefur næst stærsti bílaframleiðandi Bandaríkjanna, áhyggjur af næsta ári.

Hlutabréf í Ford hafa lækkað um tæp 10% í dag. Lækkunina má að miklu leyti rekja til afkomu félagsins og dótturfélags þess sem sér um fjármagnanir á bílum. Hagnaður fjármögnunarfélagsins dróst saman um 21% á seinasta ársfjórðungi.

Fyrirtækið hefur einnig fengið að finna fyrir efnahagslegum breytingum á Bretlandseyjum. Fall pundsins hefur kostað félagið allt að 60 milljón dali, og er því spáð að tapið muni aukast á þessu ári. Bretland er næst stærsti markaður Ford, en um 30% allra bíla sem félagið selur í Evrópu eru seldir þar í Bretlandi.

Markaðshlutdeild félagsins hefur einnig versnað í Asíu.