Framkvæmdastjórar þriggja íslenskra lífeyrissjóða hittu slitastjórn Kaupþing þar sem rætt var um kaup lífeyrissjóðanna á 87% hlut slitastjórnarinnar í Arion banka, en viðræður um verð eru ekki hafnar. Morgunblaðið greinir frá þessu í morgun.

Eins og greint var frá fyrir helgi þá ákváðu stjórnir þriggja stærstu lífeyrissjóða landsins Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins (LSR), Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna (LV) og Gild­is, að þeir myndu hefja viðræður við slitastjórnina um möguleg kaup þeirra á Arion banka. Öðrum lífeyrissjóðum verður gerður kostur á að taka þátt í tilboðsgerðinni en hún verður þó undir forustu þessara þriggja stærstu lífeyrissjóða.

Viðskiptablaðið greindi frá því fyrr í mánuðnum að setið væri um Arion banka og að minnsta kosti þrír aðilar freisti þess að safna saman fjárfestum til að kaupa Arion banka af slitabúi Kaupþings.