Í marsmánuði námu heildarviðskipti með hlutabréf í kauphöll Nasdaq Iceland 41.548 milljónum íslenskra króna. Það gerir um 2.077 milljónir á dag, en það er 26% lækkun frá því í febrúar þegar viðskiptin námu 2.808 milljónum á dag.

Mestu viðskiptin í mánuðinum voru með bréf:

  • Marel fyrir 7.551 milljón
  • Reitir fasteignafélag fyrir 5.773 milljónir
  • Icelandair Group fyrir 4.841 milljón
  • Símann fyrir 3.401 milljón
  • Reginn fyrir 2.893 milljónir

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,4% á milli mánaða og stóð hún í 1.775 stigum í upphafi nýs viðskiptamánaðar.

Ef viðskiptin á aðalmarkaði í mánuðnum eru skoðuð eftir hlutdeild umsýsluaðila sést að:

  • Arion banki er með mestu hlutdeildina, eða 30,9%, en 26,9% yfir allt árið.
  • Landsbankinn er með 18,5 og 19,2% yfir árið.
  • Kvika banki er með 15,3% og 16,1% yfir árið.

Í lok marsmánaðar voru 21 félag skráð á Aðalmarkað og Nasdaq First North á Íslandi. Heildarmarkaðsvirði skráðra félaga nemur 882 milljörðum króna sem er hækkun frá 873 milljörðum í febrúar. Kvika banki kom inn nýtt á First North markað um miðjan mánuðinn.