Vilhjálmur Árnason hefur verið skipaður formaður Þingvallanefndar og Theódóra S. Þorsteinsdóttir varaformaður af Umhverfis- og auðlindamálaráðherra, Björtu Ólafsdóttur.

Þetta kemur fram á heimasíðu ráðuneytisins, og kemur Vilhjálmur úr Suðurkjördæmi þar sem hann var kosinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en Theodóra kemur úr flokki ráðherrans, Bjartri framtíð, en hún kemur úr Suðvesturkjördæmi.

Þingvallanefnd og málefni þjóðgarðsins á Þingvöllum heyrir nú undir ráðuneytið, en heyrði áður undir forsætisráðuneytið, og skipar ráðherra formann og varaformann úr hópi aðalmanna sem kosnir hafa verið af Alþingi til setu í Þingvallanefnd samkvæmt lögum um þjóðgarðinn.