Ein af þeim tillögum sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar er um að banna stjórnendum og kjörnum fulltrúum borgarinnar að þiggja þóknun fyrir fundi í stjórnum, ráðum og nefndum sem haldnir eru á vinnutíma.“ Þetta segir í fréttatilkynningu frá Sósíalistaflokknum.

Þar segir jafnframt og er haft eftir Sönnu: „Það hefur eitthvað farið alvarlega aflaga í stjórnmálum þegar borgarstjóri Reykjavíkur og bæjarstjórar nágrannasveitarfélagana eru farnir að taka sér hærri laun en borgarstjórar New York, London og París. Við ættum að horfast í augu við að þessi laun afhjúpa spillingu stjórnmálaforystunnar og við ættum að gera eitthvað í því. Fyrsta skrefið ætti að vera að banna þessu fólki að taka þóknanir fyrir fundi sem það situr í vinnutíma sinnar aðalvinnu og sem eru því augljóslega hluti af þeim starfsskyldum sem það fær greitt fyrir af föstu launum.“