Þrír fjárfestingasjóðir sem stóðu fyrir kaupum á bréfum Arion banka, stefna að því að fá leyfi Fjármálaeftirlitsins til að eiga yfir 10% hlut í bankanum. Þetta staðfestir Jóhannes Sigurðursson, lögmaður Taconic, Och-Ziff og Attestor, í samskiptum við Viðskiptablaðið.

Tveir af sjóðunum, Attestor Capital og Taconic Capital, keyptu 9,99% í Arion banka og Och-Ziff Capital 6,6%. Félög sem eiga meira en 10% eignarhlut í íslensku fjármálafyrirtæki þurfa að fara í gegnum formlegt ferli Fjármálaeftirlitsins og hljóta samþykki þeirra á virkum eignarhlut í bankanum.