Bandaríska fyrirtækið Rockwell Collins sem framleiðir búnað í flugvélar, ætlar að kaupa B/E Aerospace á ríflega 6,4 milljarða Bandaríkjadala. Þetta kemur fram á heimasíðu international Business times.

Rockwell hyggst greiða fyrir yfirtökuna með reiðufé og hlutabréfum. Hluthafar og yfirvöld hafa ekki samþykkt yfirtökuna, en talið er samruninn eigi léttilega að geta átt sér stað.

Samkvæmt verðmati Rockwell Collins á B/E Aerospace, er hver hlutur metinn á 62 dali. Það verð er um 22,5% hærra en verð bréfanna var við lokun markaða síðasta föstudag. Gengi bréfanna hefur hækkað um 16% frá því að markaðir opnuðu.

Hluthafar munu fá 34,10 dali per hlut í reiðufé og 27,90 dali á hlut í formi verðbréfa í Rockwell Collins.