Viðskiptaráð Ísland leggur til að stofnunum ríkisins verði fækkað úr 188 í 70, en þetta kemur fram í nýrri skoðun frá ráðinu „Sníðum stakk eftir vexti - 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana“

Ráðið bendir á að Ísland sé örríki og í fámennari ríkjum er kostnaðurinn meiri við flókið stofnanakerfi. Ekki er lagt til að kjarnastarfsemi þessara stofnana verði minnkuð, heldur er lagt til að draga úr kostnaði t.d. stjórnunarkostnaði og stofnþjónustu.

Viðskiptaráð leggur fram 30 tillögur sem skiptast í fjórar tegundir fækkana: samrekstur, faglega sameiningu, hreina sameiningu og aflagningu starfsemi. Fækka mætti stofnunum um 68 með samrekstri, en þá væru stofnanir reknar í sameiningu án þess að starfstöðvum væri fækkað.

Meðal tillagna eru að reka öll söfn á vegum hins opinbera undir safnastofnun og að sameina háskóla sem eru reknir af ríkinu. Ráðið leggur einnig til að leggja af fimm ríkisstofnanir, Umboðsmann skuldara, Íbúðalánasjóð, ÁTVR Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Bankasýslu ríkisins. Að mati ráðsins eru stofnanirnar óþarfar og verkefni þeirra ætti ýmist að leggja niður eða færa til annarra stofnana eða einkaaðila.