Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og Sunshine Press Production, fyrirtækjanna sem sáu um rekstur greiðslugáttar fyrir Wikileaks, hyggst fara fram á að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kyrrsetji eignir Valitor upp á sex og hálfan milljarð að því er Vísir greinir frá .

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að ákvörðun Valitor um að loka á greiðslugátt Wikileaks árið 2011 hefði verið ólögmæt en fyrirtækin ákváðu í kjölfarið að höfða skaðabótamál.

Dómkvaddir matsmenn hafa metið tjónið að núvirði upp á sex til sjö milljarða að sögn Kristins Hrafnssonar, einn eigenda Sunshine Press Production en kyrrsetningarbeiðnin er tilraun fyrirtækjanna til að tryggja hagsmuni sína. Forsvarsmenn þeirra séu uggandi um hag sinn eftir að hafa fylgst með átökum um eignarhald Valitor.