Icelandair hefur óskað eftir því við alla starfsmenn sína að þeir sem sjá tækifæri í og hafa áhuga á að taka sér launalaust leyfi næstu mánuði  vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja í flugrekstri. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var á starfsmenn Icelandair Group.

Í bréfinu segir að fordæmalausar aðstæður ríki í heiminum sem hafi veruleg áhrif á eftirspurn eftir flugi og ferðalögum. Icelandair sé þar enginn undantekning og því verði að bregðast við með því að minnka flugframboð tímabundið.

Minni framleiðsla kalli á færri starfsmenn og nauðsynlegt sé að leita allra leiða til að lækka kostnað félagsins og bregðast þar með við lækkun tekna.