Hluthafar Deutsche Boerse AG hafa gefið grænt ljós á yfirtökutilboð félagsins á London Stock Exchange Group Plc. Tilboðið hljóðar upp á 10,3 milljarði punda og samþykktu 60,4% hluthafanna tilboðið. Evrópsk stjórnvöld eiga eftir að fara yfir lögmæti aðgerðanna.

Belgar og Portúgalar hafa nú þegar lýst yfir ósætti með tilboðið, en þeir telja samruna draga úr samkeppni. Euronext NV, sem er samkeppnisaðili Deutsche Boerse, rekur kauphallir í Portúgal og Belgíu.

Þýska félagið hefur áður reynt að taka yfir LSE, en þær áætlanir runnu út í sandinn bæði árið 2000 og 2005.