Tap matvælaframleiðandans Vilko nam rúmlega 2 milljónum króna á síðasta ári og minnkaði tapið umtalsvert frá fyrra ári er það nam 21 milljón króna. Vilko velti 266 milljónum króna en til samanburðar velti matvælframleiðandinn 215 milljónum árið áður.

Eignir námu 161 milljón króna í árslok 2019 og jukust um 8 milljónir frá fyrri áramótum. Eigið fé nam 31 milljón króna en árið áður nam eigið fé 18 milljónum króna.

Laun og launatengd gjöld námu 90 milljónum króna í fyrra og jukust um 12 milljónir króna frá fyrra ári. Fjórtán starfsmenn störfuðu að jafnaði hjá félaginu í fyrra en árið áður voru starfsmenn ellefu.

Kári Kárason er framkvæmdastjóri Vilko og er félagið Ámundakinn stærsti hluthafi félagsins með um 43% hlut í sinni eigu. Byggðastofnun er næst stærsti hluthafi, með 18% hlut, en meðal minni hluthafa má nefna Kaupfélag Skagfirðinga (7%) og Arion banka (1%).