Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur nú skipað samstarfsfólki sínu að forgangsraða og flýta vinnslu á frumvarpi sem varðar fyrirtækjaskatta.

Samkvæmt Wall Street Journal er markmið forsetans að lækka fyrirtækjaskatta niður í 15%.

Jafnframt munu verða kynntir til leiks nýir skattar sem eiga að draga úr viðskiptahalla við útlönd.

Ekki er ljóst hvernig andstæðingar Trump muni taka í hugmyndir hans, þó líklegt sé að þær muni vekja takmarkaðar vinsældir.

Skattalögin eiga þó að fylgja stefnu forsetans, um að efla fyrst og fremst Bandaríkin.