Formlegur samstarfsvettvangur vegna viðskipta milli Íslands og Nígeríu er í burðarliðnum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu.

Markmiðið er að styrkja undir stoðir viðskiptasambands ríkjanna - ásamt því að að kanna möguleika á útflutningi á íslensku hugviti til Nígeríu, meðal annars tæknilausnum í fiskvinnslu og útgerð.

75 milljarða viðskipti við Nígeríu

Haft er eftir Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra að frá árinu 2010 hafi Ísland flutt út vörur til Nígeríu fyrir 75 milljarða. Nígería kaupir meðal annars herta þorskshausa og annan þurrkaðan fisk frá Íslandi. Útflutningsverðmætin námu 13,8% milljörðum króna í síðasta ári og þá var Nígería annar stærsti útflutningsmarkaður íslenskra afurða utan Evrópu.

Ráðamenn virðast áhugasamir um að auðvleda viðskipti milli landana segir Lilja einnig. Hún er jafnframt bjartsýn á að stærsta hagkerfi Afríku geti rétt úr kútnum og að það leiði til aukinna viðskipta.