Elizabet Warren, öldungadeildarþingmaður Demókrata, segir að fjármálaeftirlit bandaríkjanna eigi að tryggja það að milljarðamæringurinn Carl Ichan misnoti ekki stöðu sína sem ráðgjafi Donald Trumps.

Samkvæmt fréttaveitu Bloomberg, segist hún ekki skilja hvernig virkur stórfjárfestir geti einnig verið að hafa bein áhrif á lög og reglur í landinu.

Jay Clayton, sat í dag fyrir svörum, en hann var tilnefndur af Donald Trump til þess að leiða SEC, bandaríska fjármálaeftirlitið. Demókratar eru skeptískir um að hann sé rétti maðurinn í starfið.

Clayton, sem hefur hingað til starfað sem lögmaður, hefur sérhæft sig í samrunum og yfirtökum. Hann hefur verið meðeigandi Sullivan & Cromwell, en viðskiptavinir stofunnar eru meðal þekktustu nafnanna á Wall Street.