Stefán Karl Stefánsson leikari leitar að samstarfsaðilum um græna gámabyggð þar sem rækta eigi íslenskt grænmeti í þéttbýli og mögulega reka matarmarkað. Spretta, félag Stefáns, sendi Hafnarfjarðarhöfn bréf þar sem óskað var eftir samstarfi. „Við erum að leita eftir samstarfsaðila til þess að hefja tilraunaverkefni sem snýr að því að byggja græna gámabyggð þar sem mætist bæði grænmetisrækt og markaður þar sem fólki gefst kostur á að sækja sér íslenskt hráefni til matargerðar,“ segir Stefán Karl. Í bréfinu er bent á lausa lóð við Strandgötu 86 á milli „Gamla Slipphússins“ og „Gamla Íshússins“.
Kaffisala í hjarta bæjarins

„Við myndum bjóða upp á þjónustu fyrir almenning þar sem þeir geta nálgast ferskar afurðir innan bæjarmarkanna allt árið um kring. Þarna gæti orðið til vísir að matvælamarkaði í Hafnarfjarðarbæ þar sem hugsa mætti sér að um helgar væri hægt að nálgast hafnfirska matvöru og kaffisölu í hjarta bæjarins,“ segir í bréfi Sprettu. Varðandi útlit gámabyggðarinnar er bent á á fyrirmyndir í Boxpark­ sem finna má á nokkrum stöðum í London og fyrirtækið UrbanBloc í Bandaríkjunum.
Stefán segir Sprettu opin fyrir samtali við fleiri sveitarfélög. Hafnarfjörður sé fyrsti kostur þar þar sem verið sé að skoða aðal­skipulag fyrir hafnarsvæðið með áherslu á framlengingu miðbæjarins við hafnarsvæðið sem forsvarsmönnum Sprettu hugnist­ vel.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Umskipti hafa orðið á fjarskiptamarkaði og nýtt félag sækir fram
  • Uppgjör Arion banka krufið - milljarða afskriftir vegna kísilvers
  • Áframhaldandi launaskrið og aukin gírun gætu valdið áframhaldandi hækkun fasteignaverðs
  • Hugbúnaðaruppfærsla veldur röskunum á þjónustu Landsbankans
  • Hvort á að lækka skuldir eða fjárfesta í innviðum?
  • Íslenska lyfjafyrirtækið Florealis gerir stóran samning í Svíþjóð
  • Norðurlöndin halda fastar í skattgreiðendur sem flytja úr landi en Íslendingar
  • Ítarlegt viðtal við Þóreyju S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða
  • Hverju má búast við á ferðalagi til höfuðborgar Kína
  • Ungt sprotafyrirtæki stefnir á að búa til alheimsauðkenni
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um átök í Hæstarétti.
  • Óðinn skrifar um dálæti vinstri manna á gjaldþrota ríki