„Hver áætlar ráðherra að verði efnahagsleg áhrif af komu þeirra flóttamanna sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka á móti í ár og á næstu árum?"

Svona hljóðar fyrirspurn Róberts Marshall, þingmanns Bjartrar framtíðar, til Ólafar Nordal innanríkisráðherra. Fyrirspurn var lögð fram á Alþingi í dag.

Þá er einnig spurt hver séu efnahagsleg áhrif af því að taka á móti 100 innflytjendum til Íslands.

Eins og greint hefur verið frá hafa íslensk stjórnvöld lýst yfir vilja sínum við sendiráðið í Brussel um að taka á móti 50 flóttamönnum samtals á þessu og næsta ári.