Evrópski seðlabankinn hefur tilkynnt bönkum að þeir muni hafa 3 ár eftir Brexit til að vinda ofan af svokölluðum „bak-í-bak“ bókunum, sem gera þeim kleift að bóka viðskipti á öðrum stað en þau eiga sér stað á. Financial Times greinir frá .

Ferlið hefur verið notað af bönkum með höfuðstöðvar í London til að bóka viðskipti og lán þar þrátt fyrir að þau eigi sér stað annarsstaðar innan Evrópusambandsins. Áhættustýring hefur því mátt eiga sér stað, og lausa- og eiginfjárkröfur uppfylla, í London, og höfuðstöðvar þar hafa þannig getað náð utan um alla evrópska starfsemi alþjóðlegra banka.

Evrópski seðlabankinn er sagður hafa sent fjármálastofnunum tilskipun á þá leið að þeir skyldu takmarka notkun sína á ferlinu fyrir árið 2022.

15 stærstu alþjóðlegu bankar Bretlands höfðu áformað að nýta sér ferlið til að þurfa ekki að færa nema tæp 4.500 störf, undir 6% af vinnuafli þeirra í Bretlandi, á meginland Evrópu í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu næstkomandi mars.

Yfirvöld hafa hinsvegar gefið misvísandi skilaboð um afstöðu þeirra til ferlisins. Andrea Enria, yfirmaður evrópskra bankayfirvalda sagði nýlega að ekki yrði um blátt bann við ferlinu að ræða, en evrópski seðlabankinn hygðist herða afstöðu sína gagnvart því.