Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í Borgarfirði í lok síðasta mánaðar var lagt fram minnisblað um áhuga norsks orkufyrirtækis á að setja upp vindmyllugarð á Holtavörðuheiði eða í Mýrunum. Fyrirtækið nýtur ráðgjafar Ketils Sigurjónssonar sérfræðings í orkumálum.

Um tugi vindmylla sem gætu verið allt að 150 metrar að hæð, það er á hæsta punkti spaðanna. Til að uppsetningunni gæti orðið þyrfti þó bæði að gera veðurfarsmælingar og byggja upp þriggja fasa rafkerfi til að flytja orkuna.

Norska fyrirtækið er sagt vera með reynslu af uppbyggingu og rekstri vindorkuvera og hafi hug á að kanna aðstæður til uppbyggingar hér á landi. Fyrirtækið hefur áhuga á að skoða hvort tveggja aðstæður á Holtavörðuheiði sem og í Mýrunum, en von er á sendinefnd frá fyrirtækinu í næsta mánuði til að kynna sér aðstæður nánar.

Holtavörðuheiðin er borin saman við Mýrarnar sem möguleg staðsetning í minnisblaðinu og síðarnefnda staðsetningin sögð á ýmsan hátt henta betur.

Þar væru líkur á jafnari vindi, lega niður við sjávarmál með minni ísingarhættu og ekki jafn hörðum vetrarveðrum, mikið dreifbýli og minni hætta á árekstrum við umhverfið. Þar væru jarðir í einkaeigu og meiri fjarlægð frá þjóðvegi svo sjónmengun því sögð minni.