Ljóminn af ríkisstjórn Emmanuels Macrons, forseta Frakklands, virðist vera að hverfa, ef marka má skoðanakönnun Ifpop fyrir franska dagblaðið Journal du Dimanche. Á milli júní og júlí minnkuðu vinsældir miðjumannsins og fyrrum bankamannsins um 10%, en yfir helmingur Frakka eða 54% styður forsetann. Minnkunin er sú mesta milli mánaða hjá nýjum forseta í landinu frá árinu 1995.

Að sögn Telegraph eru kjósendur í Frakklandi óánægðir með ýmsar fyrirhugaðar umbætur auk skorts á gagnsæi, en Macron neitar að ræða við fjölmiðla. Macron hefur sætt talsverðri gagnrýni frá því að hann tók við sem forseti, en meðal annars hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt niðurskurð í fjárlögum, einkum í varnarmálum, sem leiddi til yfirsagnar yfirhershöfðings franska hersins. Þá studdi Macron einnig umdeild lög sem gera hluta neyðarlaga varanlega.

Macron varð óvænt sigurstranglegasti frambjóðandinn skömmu fyrir kosningar. Í seinni umferð kosninganna þann 7. maí vann hann þægilegan sigur á Marine Le Pen, frambjóðanda Front National. Hann hefur setið í embætti forseta í um tvo mánuði.