Hlutabréfaverð í Icelandair Group hefur hækkað um 8,33% í 93 milljón króna viðskiptum. Miðað við það hefur markaðsvirði flugfélagsins hækkað úr 34,6 milljörðum króna í 37,5 milljarða eða um 2,9 milljarða króna. Hlutabréfaverð í Icelandair er þó enn 25% lægra en það var um áramótin. Rekstur félagsins hefur verið þungur og kyrrsetning Boeing 737 Max flugvélaflota félagsins hefur aukið á óvissu í rekstrinum.

Önnur félag sem viðskipti hafa verið með það sem af er degi hafa hins vegar lækkað í verð. Mest er lækkun Eikar, eða 2,2% og þá Arion banka eða 2,1%. Fréttablaðið og Morgunblaðið greindu frá því í morgun að Wow air hafi óskað eftir ríkisábyrgð á hluta skulda Wow air og var þar vísað til láns frá Arion banka.

B jarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í gær að það væri að það væri vart hlutverk ríkisins að koma félögum í vanda til bjargar. „Það er ekki hægt að segja að það sé hlutverk ríkisins að koma félögum í hallarekstri eða í rekstrarerfiðleikum til hjálpar og erfitt að setja slíkt fordæmi,“ sagði Bjarni.