Flug­fé­lagið Virg­in Atlantic óskaði eft­ir gjaldþrotameðferð fyr­ir fé­lag sitt í Banda­ríkj­un­um í dag. Sam­kvæmt Reu­ters sótti flug­fé­lagið um gjaldþrotameðferð og vernd frá kröfu­höf­um sín­um á grund­velli 15. kafla banda­rískra gjaldþrota­laga.

Um er að ræða annað gjaldþrotið inn­an keðju Virg­in en Virg­in Austr­alia varð gjaldþrota í apríl. Heims­far­ald­ur kór­ónu­veiru hef­ur haft mik­il áhrif á stöðu flug­fé­laga Virg­in Atlantic, rétt eins og annarra flug­fé­laga.

Virg­in Atlantic, sem flýg­ur aðeins löng milli­landa­flug, hætti öllu farþega­flugi í apríl vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. Flug­fé­lagið hóf að fljúga á ný í júlí þrátt fyr­ir litla spurn eft­ir ut­an­lands­ferðum.