Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í júní, níunda mánuðinn í röð, og hefur ekki verið hærri síðan á fyrri hluta árs 2019. Vísitalan gefur ágætis vísbendingu um að efnahagsbatinn sé nú þegar hafinn en hún tekur gildið 101,5 í mánuðinum.

Allir sex undirliðir vísitölunnar hækka frá maímánuði en stærsta framlag til hækkunar hennar stafar af auknum fjölda ferðamanna til landsins og hækkunar væntingavísitölu Gallup. Þá hækka fimm undirliðir frá því í júní í fyrra.

Vísitalan hækkaði um 1,5% í mánuðinum og stendur í 101,5 miðað við 99,9 í maí. Gildið gefur vísbendingu um framleiðslu sex mánuðum síðar, í desember 2021 en þegar vísitalan tekur gildið 100 er búist við að landsframleiðsla sé í takt við langtímaleitni.

Á ársgrundvelli er það mesta vísitölunnar á einum mánuði. Frá því í júní á síðasta ári hefur hún hækkað um 7% en þá var gildi hennar 94,8.

Vísitalan gefur innsýn í efnahagshorfur og samastendur af sex undirþáttum en þeir eru debetkortavelta, aflamagn, innflutningur, væntingavísitala Gallup, heimsvísitala hlutabréfa og ferðamannafjöldi.