Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkar um 1,8% frá fyrri mánuði og stendur í 175,4 stigum í október.

Síðastliðna 3 mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,3% og síðastliðna 12 mánuði hefur hún hækkað um 10,4% en vísitölunni er ætlað að sýna breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs og varpa ljósi á þróun leiguverðs á hverjum tíma.

Viðskiptablaðið greindi frá því í morgun að húsnæðisverð hefði lækkað að raunvirði milli mánaða í fyrsta skipti frá árinu 2013 en að nafnvirði hækkaði það þó um 0,17% frá september til október 2017.