Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júní 2019, er 469,8 stig og hækkar um 0,38% frá fyrri mánuði. Frá þessu er greint í frétt á vef Hagstofunnar . Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 401,7 stig og hækkar um 0,37% frá maí 2019.

„Verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði um 6,5% frá fyrri mánuði (áhrif á vísitölu 0,10%). Verð á viðhaldi og viðgerðum á húsnæði hækkaði um 2,3% (0,11%) milli mánaða. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,3% en vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 3,0%," segir á vef Hagstofunnar.

„Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í júní 2019, sem er 469,8 stig, gildir til verðtryggingar í ágúst 2019. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 9.276 stig fyrir ágúst 2019."