Egypsk yfirvöld veigra sér enn við að gefa út tímaramma fyrir losun flutningaskipsins sem situr fast í Suez-skipaskurðinum og hefur stöðvað alla umferð um hann frá því það festist í vikunni.

Þar með er vonin um að um stífluna verði losað í bráð sögð úti í frétt Wall Street Journal um málið . Áður hafði verið haft eftir fólki í forsvari fyrir aðgerðirnar að það kynni að nást á næstu dögum, jafnvel í dag.

Tekist hafði að koma skrúfu og stýrisbúnaði hins 400 metra langa flutningaskips, Ever Given, í gang á ný í gær.

Skipið festist á þriðjudagskvöld í stormasömu veðri, og liggur þvert yfir allan skurðinn. 320 skip bíða nú eftir að komast í gegnum 200 kílómetra langan skurðinn, og umferð um vonarhöfða við Suður-Afríku hefur aukist mikið síðustu daga.

Um 10 milljarða dala virði af vörum fara að jafnaði um skurðinn daglega.