Í október 2018 er vöruútflutningur í greiðslujöfnuði áætlaður 61,9 milljarðar en vöruinnflutningur í greiðslujöfnuði áætlaður 72,3 milljarðar. Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði er því áætlaður neikvæður um 10,4 milljarða. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar .

Þjónustujöfnuður í október 2018 er hins vegar áætlaður jákvæður um 22,8 milljarðar en áætluð útflutt þjónusta er áætluð 62,5 milljarðar á meðan innflutt þjónusta er áætluð 39,7 milljarðar.

Í október 2018 er því áætlað verðmæti útflutnings fyrir vöru- og þjónustuviðskipti 124,4 milljarðar en ætlað verðmæti innflutnings fyrir vöru- og þjónustuviðskipti er 112,0 milljarðar. Vöru og þjónustujöfnuður er því áætlaður jákvæður um 12,4 milljarða í október 2018.