Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar fyrir júní 2017 nam verðmæti vöruútflutnings 45,2 milljörðum króna og verðmæti vöruinnflutnings 58,0 milljörðum króna. Vöruviðskiptin í júní voru því óhagstæð um 12,8 milljarða króna.

Í síðustu viku greindi Hagstofan frá tölum yfir vöruviðskipti á fyrstu fimm mánuðum ársins. Á þeim tíma voru fluttar út vörur fyrir 199,2 milljarða króna en inn fyrir 266,4 milljarða króna . Halli var því á vöruviðskiptum við útlönd sem nam 67,2 milljörðum króna. Á sama tíma árið áður voru vöruviðskiptin óhagstæð um 49,5 milljarða á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptajöfnuðurinn var því 17,7 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.