Síðasta mánudag kom tilkynning frá Walmart þess efnis að félagið sé komið í samstarf við netviðskipta (e. e-commerce) fyrirtækið Shopify. Ástæðan er sögð vera sú að Walmart hyggst auka netsölu sína, frá þessu er greint á vef CNBC.

Netsala hefur aukist til muna í kjölfar COVID-19, en Walmart gerir ráð fyrir 1.200 nýjum viðskiptavinum í gegnum samstarfið við Shopify. Áætlað er að flestir þeirra viðskiptavina munu vera lítil og meðalstór Bandarísk fyrirtæki. Á síðasta ársfjórðungi jókst netsala dótturfélags Walmart, Jet.com, um 74% en Walmart keypti félagið fyrir um 3,3 milljarða Bandaríkjadali 2016.

Shopify hækkaði um 3% á fyrirmarkaði við tíðindin en bréf félagsins hafa hækkað um 87% það sem af er árs.