Hlutabréf í Nýherja hafa hækkað um 101,3% á einu ári og þar af hefur hækkunin numið 51,5% það sem af er árinu 2017. Bréf í Nýherja hækkuðu um 3,69% í gær, mest allra bréfa í Kauphöllinni, og enduðu daginn í 30,90.

Eina fyrirtækið sem kemst nálægt því að vera með jafn mikla hækkun og Nýherji undanfarna 12 mánuði er N1 með 90,9% hækkun. Það sem af er ári hafa bréf félagsins hins vegar einungis hækkað um 6,2%. Marel er það fyrirtæki sem kemst næst Nýherja á árinu 2017 til þessa með 41,5% hækkun.