Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn forseti en lokatölur kosninganna lágu fyrir á áttunda tímanum í morgun. Guðni fékk 150.913 atkvæði á landsvísu eða um 92,2% en mótframbjóðandi hans, Guðmundur Franklín Jónsson, fékk 12.797 atkvæði eða um 7,8%, samkvæmt tölum frá RÚV .

Alls voru greidd 168.821 atkvæði og var kjörsókn því um 66,9%. Auðir seðlar voru 4.043 og 1.068 voru ógildir. Atkvæði í einstökum kjördæmum má finna fyrir neðan.

Reykjavíkurkjördæmi norður:

  • Greidd atkvæði: 29.950
  • Guðmundur Franklín Jónsson: 2.259 - 7,8%
  • Guðni Th. Jóhannesson: 26.800 - 92,2%
  • Kjörsókn: 65,0%

Reykjavíkurkjördæmi suður:

  • Greidd atkvæði: 29.788
  • Guðmundur Franklín Jónsson: 2.334 - 8,08%
  • Guðni Th. Jóhannesson: 26.549 - 91,92%
  • Kjörsókn: 66,5%

Suðurkjördæmi:

  • Greidd atkvæði: 24.221
  • Guðmundur Franklín Jónsson: 2.276 - 9,7%
  • Guðni Th. Jóhannesson: 21.098 - 90,3%
  • Kjörsókn: 64,7%

Norðvesturkjördæmi:

  • Greidd atkvæði: 14.888
  • Guðmundur Franklín Jónsson: 1.150 - 8,0%
  • Guðni Th. Jóhannesson: 13.301 - 92,0%
  • Kjörsókn: 69,2%

Norðausturkjördæmi:

  • Greidd atkvæði: 20.514
  • Guðmundur Franklín Jónsson: 1.317 - 6,6%
  • Guðni Th. Jóhannesson: 18.535 - 93,4%
  • Kjörsókn: 69,1%

Suðvesturkjördæmi:

  • Greidd atkvæði: 49.460
  • Guðmundur Franklín Jónsson: 3.461 - 7,2%
  • Guðni Th. Jóhannesson: 44.630 - 92,8%
  • Kjörsókn: 68,0%