Nokkuð dreift aldursbil er á nýútkomnum milljarðamæringalista Forbes í þetta skiptið. Til marks um það er yngsti milljarðamæringur heims samkvæmt listanum 18 ára en sá elsti 99 ára.

Unglambið er hinn þýski Kevin David Lehmann sem metinn er á 3,3 milljarða og er þar með 925. ríkasti maður heims eftir að faðir hans lét honum í té helmingshlut í þýsku lyfjaverslanakeðjunni dm-drogerie markt.

Aldursforseti listans er svo Bandaríkjamaðurinn George Joseph, sem fagnar aldarafmæli þann 11. september á þessu ári. Joseph, sem er stofnandi tryggingafélagsins Mercury General, er metinn á 2 milljarða dala og er þar með 1.580. ríkasti maður heims.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .