Forseti Suður-Afríku, Jacob Zuma, hefur nú komið nýjum lögum í gegn sem miða að því að berjast gegn skattaundanskotum og peningaþvætti. Þetta kemur fram á vef Bloomberg Markets.

Lögin eiga að senda skýr skilaboð til þeirra sem reyna að fela sig á bak við aflandsfélög. Lögin eiga einnig að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn geti nýtt sér suður-afrísk félög til þess að fjármagna starfsemi.

Ríkisstjórnin fékk einnig ráðgjöf og skipanir frá Financial Action Task Force í París, en þessi alþjóðlegu samtök setja ákveðin skilyrði fyrir ríkisstjórnir út um allan heim og hjálpa þeim að móta lög sem eiga að berjast gegn skattaundanskotum og peningaþvætti.