Fyrir um tveimur árum fór að bera á því að starfsmenn á Wall Street í New York fóru í auknum mæli að klæðast forláta flísvestum yfir skyrtu í stað hefðbundins bankaklæðnaðar. Vestin sem í flestum tilfellum eru frá bandaríska útivistarfyrirtækinu Patagonia, eða Patagucci eins og gárungarnir hafa kallað merkið, seldust í kjölfarið í bílförmum og létu fjölmörg fjármálafyrirtæki vestanhafs framleiða sérmerkt vesti fyrir starfsmenn sína. Hrafnar létu sitt heldur ekki eftir liggja og festu haustið 2018 kaup á gráu vesti sem hefur nýst vel þegar vetrarveðrin bíta.

Á dögunum flugu hrafnarnir í Austurstrætið og komust að því að Landsbankinn hefur nú tveimur árum seinna ekki viljað vera eftirbáti risanna á Wall Street. Bankinn hefur nú fest kaup á sérmerktum Patagonia vestum fyrir starfsmenn á verðbréfamörkuðum þar sem starfsmenn sem sinna viðskiptavakt klæðast bláum vestum á meðan starfsmenn markaðsviðskipta klæðast gráum.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .