Breski vínframleiðandinn Rathfinny Wine Estate hefur gefið út sína fyrstu 50 cl freyðivínflösku í Bretlandi en Mark Driver, einn af stofnendum Rathifinny, hefur barist fyrir útgáfunni í rúman áratug.

Samkvæmt breskum lögum þurfa minni freyðivínsflöskur að vera 37,5cl en Rathfinny fékk hugmynd um að breyta því árið 2014.

Breski vínframleiðandinn Rathfinny Wine Estate hefur gefið út sína fyrstu 50 cl freyðivínflösku í Bretlandi en Mark Driver, einn af stofnendum Rathifinny, hefur barist fyrir útgáfunni í rúman áratug.

Samkvæmt breskum lögum þurfa minni freyðivínsflöskur að vera 37,5cl en Rathfinny fékk hugmynd um að breyta því árið 2014.

„Hálf flaska af freyðivíni í 37,5 cl flösku bara virkar ekki. 50 cl er fullkomin stærð fyrir tvo til að deila og rúmar í fjögur glös. Það höfðar líka fullkomlega til núverandi neytenda sem vilja frekar drekka aðeins minna magn af hágæðavíni,“ segir Driver.

Samkvæmt víntímaritinu Decanter er Rathfinny einnig að íhuga að setja á markað 50 cl freyðandi rósavínflöskur.

„Stjórnmálamennirnir sem við töluðum við voru móttækilegir alveg frá upphafi en svo breyttist ríkisstjórnin svo oft að áætlanir okkar enduðu aftur á byrjunarreit,“ segir Driver sem náði loksins að breyta lögunum á síðasta ári.