Bílablað Viðskiptablaðsins kemur út í fyrramálið. Fjallað er um óvenju marga og flotta bíla í blaðinu.

Þeirra á meðal er nýr Lexus RZ 450e, nýr Range Rover, Audi e-tron GT rafbíllinn, Mercedes AMG EQE 43 rafbíll, Porsche Taycan rafbíll, nýr Ford Bronco og glænýtt flaggskip BMW í rafútgáfu.

Dýrasti bílinn í blaðinu kostar um 60 milljónir króna og er af gerðinni Mercedes AMG G 63. Áskrifendur geta lesið blaðið eftir kl. 21 í kvöld.