Magnús Örn Guðmundsson, forstöðumaður hjá Stefni hf. og formaður bæjarráðs á Seltjarnarnesi, er mikill áhugamaður um laxveiði. Hann hefur farið í nokkrar árnar í gegnum tíðina en hans uppáhalds er Hítará á Mýrum.

„Hítará á Mýrum stendur mér næst. Ég fór þangað fyrst árið 2010 og hef farið næstum árlega síðan. Áin heillaði mig strax enda tilkomumikð að horfa af brúnni á þjóðveginum niður gilið og sjá veiðihúsið með ljósgræna þakinu standa fram af klettum."

Hvað er það sem heillar þig við ána?

Magnús Örn er mikill áhugamaður um laxveiði.
Magnús Örn er mikill áhugamaður um laxveiði.

"Veiðimenn sem hafa komið í Hítará vita að það er einhver ævintýraljómi yfir ánni sem og veiðihúsinu Lundi sem Jóhannes glímukappi lét reisa. Hann byggði einmitt Hótel Borg á sínum tíma eftir að hafa öðlast heimsfrægð.

Í veiðihúsinu er stórbrotið fuglasafn og úr stofunni blasir við Breiðin, einn aðalveiðistaðurinn í ánni í upphafi sumars. Áin er mjög aðgengileg og umhverfið í kring er fallegt eins og Snæfellsnesið allt."

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í ánni?

"Það er auðvelt að segja að Breiðin sé í uppáhaldi eins falleg og hún er. Þar er sagt að þar sé „gefins“ lax á hverri morgunvakt. Á seinni árum hef ég hins vegar orðið hrifnari af Kverkinni. En sögur segja að Jóhannes hafi ekki leyft öðrum að veiða þar."

Hver er uppáhaldsflugan þín?

"Það er sennilega skáskorinn Skuggi, frá Sigurði Héðni, „Haugnum“. En auðvitað er skemmtilegast að fá fisk með gárutúbum. Ég hef heldur enga fordóma fyrir litlum kónum eins og margir. Maður notar bara það sem virkar og má."

Nánar er rætt við Magnús Örn í blaðinu Eftir vinnu, sem kom út 11.maí. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.