Renault Scenic var valinn bíll ársins á bílasýningunni í Genf. Renault hefur fengið verðlaunin sjö sinnum í 60 ára sögu þeirra. Scenic kostar um sex milljónir króna í Frakklandi. Opnað var fyrir pantanir í desember en bíllinn kemur á markað í mars og apríl.

Renault Scenic var valinn bíll ársins á bílasýningunni í Genf. Renault hefur fengið verðlaunin sjö sinnum í 60 ára sögu þeirra. Scenic kostar um sex milljónir króna í Frakklandi. Opnað var fyrir pantanir í desember en bíllinn kemur á markað í mars og apríl.

Viðskiptablaðið náði tali af Christian Stein en hann er einn af æðstu yfirmönnum Renault. Spurður hvers vegna Renault Scenic hafi verið valinn bíll ársins svaraði hann: „Af því það þetta er rétti bíllinn,“segir Stein. „Við fundum akkúrat bílinn sem vantaði á rafbílamarkaðinn. Stærðin er góð, hönnunin vel heppnuð og verðið sanngjarnt. Þetta er hentugur bíll fyrir fjölskyldur.“

Nýr Renault 5 rafbíll var frumsýndur á sýningunni í Genf. Renault 5 er sögulega einn best heppnaði bíll framleiðandans. Hann var framleiddur frá árinu 1972 til ársins 1986 í um 9 milljónum eintaka og var mest seldi bíll Frakklands öll árin.

Stjórnendur Renault telja að með nýjum R5 rafbíl sé komin ný vonarstjarna og segja að við hönnunina hafi verið horft til allrar Evrópu, ekki bara Frakklands. Renault 5 var markaðssettur sem „Le car“ í Bandaríkjunum. Tíminn mun leiða í ljós hvort þarna sé kominn sjálfur „bíllinn“.

Viðtalið birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið það heild hér.