Ásdís María Viðarsdóttir, 29 ára tónlistarkona búsett í Berlín, er meðal vinsælustu íslensku tónlistarmönnum á streymisveitunni Spotify um þessar mundir. Hún kemur fram undir listamannanafninu „ÁSDÍS“, en þegar þetta er skrifað eru rúmlega 2,2 milljónir manna sem hlusta á hana í hverjum mánuði.

„Ég fór til Berlínar í tónlistarnám árið 2016 og kláraði námið 2019 og skrifaði undir samning við útgefanda sama ár. Þá byrjaði boltinn að rúlla og hann hefur ekki hætt að rúlla síðan.“

Ásdís hefur vakið sérstaklega mikla athygli í Þýskalandi og nærliggjandi löndum, í Austurríki, Póllandi og Sviss. Lagið „Dirty Dancing“ sem hún gaf út með plötusnúðnum Glockenbach síðastliðið sumar er komið með meira en 17 milljónir spilana á Spotify þegar þetta er skrifað. Þá var það um tíma í þriðja sæti á vinsældarlista í þýsku útvarpi og var mest spilaða lagið fimm vikur í röð þar í landi. Lagið var einnig í fyrsta sæti í útvarpinu í Austurríki, á topp 10 listanum í Sviss og topp 20 listanum í Póllandi.

Nánar er rætt við Ásdísi í tímaritinu Áramót sem kemur út á morgun, fimmtudaginn 29. desember. Áskrifendur geta lesið blaðið hér.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði