Christopher Edward Bangle fæddist 14. október 1956 í Ravenna, Ohio, Bandaríkjunum. Frá unga aldri sýndi hann mikinn áhuga á listum og hönnun og lagði síðan stund á iðnhönnun við Art Center College of Design í Pasadena, Kaliforníu.

Eftir útskrift vann hann fyrst fyrir Opel og Alfa Romeo. Árið 1985 hóf hann störf hjá Fiat í Tórínó á Ítalíu, þar sem hann vakti fljótt athygli fyrir frumlega nálgun.

Árið 1992 var Bangle ráðinn yfirhönnuður BMW. Á þeim tíma voru BMW-bílar þekktir fyrir íhaldssama fagurfræði. Hreinar línur og hófstilltan kraft.

Hann áttaði sig á að ef BMW ætlaði að vera í forystu á markaðnum, þyrfti að endurhugsa hvernig lúxusbílar litu út. Hann hóf þróun svokallaðs „flame surfacing“ — aðferð þar sem flötu yfirborði er gefin hreyfing og líf með skörpum brotum og ávölum formum sem skapa spennu í ljósi og skugga.

Þessi stefna kom fyrst fram í BMW 7 (E65/E66), sem frumsýndur var árið 2001. Viðtökurnar voru blendnar. Á meðan sumir dásömuðu djörfungina, gagnrýndu aðrir harkalega afturendann sem fékk viðurnefnið „Bangle Butt“.

Þessi áberandi afturendi, með hækkaðri skottlínu og brotnum flötum, var mjög umdeildur og varð að einu umtalaðasta einkenni hönnunar Bangles. Þrátt fyrir háværar gagnrýnisraddir jókst salan á Sjöunni.

Afturendinn á E65 fékk afar misjafnar móttökur og fékk hann viðurnefnið Bangle butt. Mönnum þótti skottið standa of hátt og of langt út.
En aðrir voru lítt hrifnir af grillinu, sem þótti of lítið og of mjúkt fyrir flaggskipið frá Bæjaralandi.

Í framhaldinu hannaði Bangle BMW 5-seríuna (E60), sem kom á markað árið 2003. Þar hélt hann áfram að þróa „flame surfacing“ og skapaði bíl sem þótti bæði tæknilega framsækinn og fagurfræðilega krefjandi. Með iDrive-stýri kerfinu kynnti BMW nýja nálgun á innra rými bíla sinna.

Nánar er fjallað um málið í sérblaðinu EV Bílar. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.