Bílasala á Íslandi hefur verið afar dræm fyrstu fjóra mánuði ársins. Alls seldust 5.980 fólksbílar frá janúar til apríl í fyrra en salan er aðeins 3.017 bílar í ár.

Toyota er mest seldi fólksbíllinn það sem af er ári með 367 selda bíla. Skammt undan eru þó Dacia og Hyundai með 365 og 351 bíla selda.

Bílasala á Íslandi hefur verið afar dræm fyrstu fjóra mánuði ársins. Alls seldust 5.980 fólksbílar frá janúar til apríl í fyrra en salan er aðeins 3.017 bílar í ár.

Toyota er mest seldi fólksbíllinn það sem af er ári með 367 selda bíla. Skammt undan eru þó Dacia og Hyundai með 365 og 351 bíla selda.

Tesla var söluhæsta bílamerkið í fyrra. Fyrstu fjóra mánuðina í fyrra seldi bandaríski framleiðandinn 716 bíla á Íslandi. Salan er hrunin en aðeins hafa selst 117 bílar á sama tímabili í ár. Sölusamdrátturinn nemur 84%.

Það verður þó að gæta að því þegar svo stutt tímabil er skoðað að mikill munur getur verið á sölu milli mánaða.

Nánar er fjallað um málið í sérblaðinu Bílar. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.