Ný Brabus ofurútgáfa er kynnt til leiks frá bílamerkinu sem er samstarfsverkefni Mercedes-Benz og kínverska bílaframleiðandans Geely.

Uppgefin drægni í blönduðum akstri á hinum fjórhjóladrifna smart #1 Pulse er 400 km og fer úr 0-100 á aðeins 4,5 sekúndum. Afköstin eru því afar góð. Hleðslan er 10-80% á undir 30 mín á hraðhleðslustöð. Brabus útfærslan er enn aflmeiri en bíllinn er einungis 3,9 sekúndur úr 0-100. 19 tommu álfelgur og sportleg smáatriði. Í Brabus er ekkert til sparað og er hvergi slegið af fágunarkröfum. Í Brabus útgáfu smart er hágæða Beats by Dre hljómkerfi.

Með viðbættum línum fjölgar enn frekar litaúrvali smart, en bílarnir koma í afar skemmtilegum litum sem hægt er að stilla upp á vefsýningarsal Öskju. Báðar nýju útfærslurnar af smart eru með CyberSparks LED+ ljós, stemningslýsingu að innan og panoramic glerþak sem eru einkennandi fyrir bílinn. Í smart eru óaðfinnanlegir tengimöguleikar sem hægt verður að stýra með Hello smart-appinu fyrir lok október. Í smart eru einnig áreiðanleg og verðlaunuð öryggis- og akstursaðstoðarkerfi, en bíllinn hlaut hæstu mögulegu einkunn í öryggisprófunum NCAP fyrir Evrópumarkað.

Þess má geta að smart #1 var valinn besti borgarjepplingurinn á rafbílaverðlaununum What Car? Dómararnir voru hrifnir af rúmgóðu innanrými, framúrskarandi smíði, mýkt í akstri og hraðri hleðslu bílsins.

Hinn nýi smart er hannaður af Mercedes-Benz en framleiddur af Geely og hefur fyrirtækið sett sér það markmið að verða leiðandi framleiðandi lúxusrafbíla. Þýska fyrirtækið Brabus á sér langa sögu í því að „tjúna“ lúxusbíla til að hámarka afköst og auka lúxus. Brabus sérhæfir sig í að breyta bifreiðum frá Mercedes-Benz, Maybach og smart en hafa einnig tekið sérstaka bíla til breytinga eins og Porsche. Hægt er að kaupa breytta bíla frá Brabus eða senda inn bíla í sérbreytingu. Bílaumboðið Askja er með umboð fyrir smart og er sýningarrýmið á Krókhálsi 11.