Jakob Wayne Víkingur Robertson er hálfur Ástrali og hálfur Íslendingur sem hefur unnið hörðum höndum að því að kynna ástralskar bökur fyrir Íslendingum. Hann var meðal annars með básinn Arctic Pies á Götubitahátíðinni í Hljómskálagarðinum um síðustu helgi.

„Við vorum líka hérna í fyrra og lentum í öðru sæti í keppninni en unnum svo besta grænmetisgötubitann, sem var mjög gaman.“

Jakob byrjað með reksturinn eftir að heimsfaraldur skall á en þá pabbi hans kom til Íslands með bökuvél sem hann og tveir vinir hans notuðu til að gera bökur.

Ævintýrið byrjaði með þremur áströlskum vinum sem léku sér að því að gera bökur í kjallaranum hjá sér.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

„Þetta byrjaði bara með þremur vinum sem voru að leika sér við gera bökur niður í kjallara. Svo enduðum við á því að gera svo margar að við höfðum bara samband við ástralska samfélagið á Íslandi og byrjuðum að selja þær.“

Hann segir að Covid hafi stækkað götubitamenninguna á Íslandi þar sem margir veitingastaðir voru að fara á hausinn. Margir götubitavagnar voru á þeim tíma duglegir að mæta í hverfin víðs vegar um landið til að sjá fólki fyrir mat þegar það var fast heima hjá sér.

Jakob sagði í samtali við Viðskiptablaðið að hann hafi ákveðið að fara í samstarf í ár við aðra veitingastaði. Indian Food Box sá meðal annars um að hjálpa honum með sósuna sem fór í Tikka Masala bökuna og Siggi kokkur hafi búið til rifið svínakjöt fyrir hann.

Arctic Pies buðu upp á sex mismunandi bökur í ár.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

„Við erum með sex mismunandi bökur í ár og margir vilja fá að smakka þær allar. Þess vegna eru þær minni í ár. Í fyrra vorum við bara með þessar stóru.“

Jakob segist hafa mjög gaman af því að sjá fólk kaupa matinn sinn og vill að Íslendinga fái að kynnast alvöru bökum. Hann bætir við að hvergi annars staðar í heiminum borði fólk jafn mikið af bökum og í Ástralíu en þær finnast í öllum búðum, bakaríum, bensínstöðvum og skyndibitastöðum.

„Ég vil bara sjá fleiri bökur á Íslandi og kynna þeim fyrir fólkinu hér. Ég vil að Íslendingar fái að kynnast hvernig alvöru, góðar bökur smakkast,“ segir Jakob.