Katrín segir miklar breytingar hafa orðið á stíl og hönnun sumarhúsa hérlendis síðustu ár. „Sumarhúsin eru ekki lengur með litlum gluggum og einungis viður bæði að innan og utan. Nú sjáum við hús sem eru með meiri lofthæð, gólfsíða glugga, rennihurðir og blandað efnisval. Húsin eru með opnu flæði þar sem eldhúsið er opið inn í alrýmið, eins og heimili fólks eru meira nú til dags. Svefnherbergin eru færri og stærri og meiri lúxus og íburður í gangi.“

Katrín segir miklar breytingar hafa orðið á stíl og hönnun sumarhúsa hérlendis síðustu ár. „Sumarhúsin eru ekki lengur með litlum gluggum og einungis viður bæði að innan og utan. Nú sjáum við hús sem eru með meiri lofthæð, gólfsíða glugga, rennihurðir og blandað efnisval. Húsin eru með opnu flæði þar sem eldhúsið er opið inn í alrýmið, eins og heimili fólks eru meira nú til dags. Svefnherbergin eru færri og stærri og meiri lúxus og íburður í gangi.“

Japandi í miklu uppáhaldi

Katrín hrífst helst af hönnunarstílnum „Japandi“, þar sem nútímalegar línur skandinavískrar hönnunar blandast við fágaða og hagnýta japanska fagurfræði. Yfirbragðið er frekar látlaust og einkennist af einfaldleika í bland við náttúruleg hráefni eins og hör, leir, ull og bómull.

„Þessi þemu finnst mér alltaf fallegast að nota þegar kemur að húsum í sveitinni. Þar finnst mér náttúran eiga að vera í aðalhlutverki og það er gert með því að nota sem mest af náttúrulegu og vistvænu hráefni. Fallegast finnst mér að nota náttúrulega liti sem kalla á umhverfið eins og brúntóna með blöndu af berjalitum ásamt grænum og bláum sem endurspegla jörðina og himininn. Þessir tónar eru svo fallegir þegar þeir eru dempaðir með réttu ljósmagni. Þá er hægt að leika sér með marga tóna án þess að fólk geri sér grein fyrir því.“

Úr sumarhúsi sem Katrín hannaði.

Viðtalið við Katrínu Ísfeld er að finna í nýjasta tölublaði Eftir vinnu. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.