Róbert Wessman prýðir forsíðu Eftir vinnu sem kom út í dag. Í viðtalinu lýsir Róbert meðan annars reynslu sinni af því að byggja upp alþjóðleg stórfyrirtæki, áskorunum sem hann hefur tekist á við og framtíðarsýn sinni fyrir lyfjaiðnaðinn.
Róbert Wessman prýðir forsíðu Eftir vinnu sem kom út í dag. Í viðtalinu lýsir Róbert meðan annars reynslu sinni af því að byggja upp alþjóðleg stórfyrirtæki, áskorunum sem hann hefur tekist á við og framtíðarsýn sinni fyrir lyfjaiðnaðinn.
Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) veitti Alvotech leyfi til sölu og markaðssetningar í Bandaríkjunum á Simlandi (adalimumab-ryvk), sem líftæknilyfjahliðstæðu við Humira í febrúar á þessu ári. Áður en leyfið fékkst hafði FDA synjað umsókn um markaðsleyfi í tvígang og þurfti félagið að sækja sér aukið fjármagn til að standa straum af rekstri. Til að tryggja samþykki FDA tók Róbert við sem forstjóri Alvotech.
„Í gegnum minn feril í lyfjageiranum hef ég komið 30 verksmiðjum í gegnum þetta ferli en það er eitt að vera stjórnarformaður og annað að vera forstjóri og þess vegna þurfti ég að taka við til þess að tryggja að við kæmum verksmiðjunni í gegn. Ég hef sagt stjórninni að ég sé tilbúinn að vera þarna á meðan ég finn að fyrirtækið þarf á mér að halda. Það er ekki á margra færi að byggja svona upp, sérstaklega frá grunni. Að reka svona félag er kannski aðeins öðruvísi en þú finnur ekki marga sem geta búið til svona félag og ég er búinn að gera það fimm sinnum.“
Viðtalið við Róbert er að finna í blaðinu Eftir vinnu sem kom út í dag. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.