Með nýja smart #1, sem hleypt verður af stokkunum í 13 Evrópulöndum í ár, heldur smart áfram að feta nýjar slóðir með staðfastri áherslu á rafmagnsakstur og sama byltingarkennda anda og hefur alltaf einkennt fyrirtækið.

„Það hefur alltaf verið lykilatriði hjá smart að koma á óvart með óhefðbundnum hugmyndum sem leysa vandamál í nútímaborgarsamgöngum,“ segir Dirk Adelmann, framkvæmdastjóri smart Europe GmbH. „Með nýrri kynslóð bíla okkar höldum við snjalla anda síðasta aldarfjórðungs á lofti sem aldrei fyrr. Í dag stendur smart fyrir áherslu á hreinar rafmagnslausnir og alhliða tengilausnir til að greiða fyrir borgarlífi morgundagsins.“

1998–2023: tónninn sleginn fyrir samgöngur framtíðarinnar

Mercedes-Benz var langt á undan sinni samtíð þegar fyrirtækið þróaði óvenju nettan bíl árið 1972 til að bregðast við sívaxandi umferðarþyngslum og mengun í stórborgum. Í kjölfarið fylgdu fleiri smágerðir hugmyndabílar, svo sem NAFA („Nahverkehrsfahrzeug“) árið 1981, og virkt samstarf varð milli Daimler og Nicolas Hayek, stofnanda Swatch-samstæðunnar. Árið 1998 varð hugmyndin að veruleika og borgarsamgöngur urðu aldrei samar þegar fyrstu bílarnir af gerðinni fortwo city coupé komu af færibandinu.

Allar götur síðan, í 25 ár, hefur smart boðið upp á fjölbreytt úrval makalausra bíla og má þar nefna smart forfour, smart crossblade og smart roadster.

Prófaðir á götum Lundúna

Þróun smart fortwo-rafdrifsins var enn einn stóráfanginn í sögu vörumerkisins og gerði smart kleift að verða fyrsti bílaframleiðandinn sem skipti brunahreyflum alfarið út fyrir rafbíla árið 2019.

Strax árið 2007 voru 100 rafknúnar frumgerðir fortworafbílsins prófaðar á strætum Lundúna. Ári síðar komu fyrstu bílarnir fyrir almennan markað sem ruddu brautina fyrir rafvædda framtíð á alþjóðavísu. Með heimsfrumsýningunni árið 2022 á nýja smart #1, fyrsta bílnum af mörgum í röð rafknúinna snjallbíla í lúxusflokki, hófst nýr kafli í þessari sögu framsýnna samgöngulausna.

Staðfast hugsjónafólk að baki smart

Sérstöðu og öra þróun smart má þakka staðfasta hugsjónafólkinu sem tók höndum saman, ekki bara til að búa til einstakan bíl, heldur líka til að móta nýja samgöngumenningu. Skapandi fólk á borð við Jeremy Scott og Freddy Reitz tryggði orðspor smart sem sameiningartákns fólks sem deilir jákvæðri sýn á framtíðina.

Enn er verið að móta þessa arfleifð með nýrri hönnun Mercedes-Benz og Geely Automotive. Í ár ætlar heimsfrægi grafíski hönnuðurinn Stefan Sagmeister að búa til sex listaverk sérstaklega fyrir smart, en þau má sjá í væntanlegu afmælisriti auk fyrirhugaðar farandsýningar.

Nánar er fjallað um málið í blaðinu Bílar, sem áskrifendur geta nálgast hér.