Í sumar opnaði Helga Guðný Theodors stúdíóið Núna Collective Wellness Studio úti á Granda. Þar býður Helga upp á hóptíma í barre, sem hún lýsir sem blöndu af pilates, jóga og styrktaræfingum, gerðar á dýnu og við ballettstöng. Þessari tegund líkamsræktar kynntist hún er hún bjó í Oakland í Norður-Kaliforníu í Bandaríkjunum. Helga bjó ásamt eiginmanni sínum og börnum í Bandaríkjum í þrettán ár. Í tíu af þessum þrettán árum starfaði hún sem barre kennari.
„Skömmu eftir að við fluttum út plataði vinkona mín mig í barre tíma með sér. Hún hafði farið áður í svona tíma og gaf þeim góð meðmæli. Ég var alltaf mikið í allskonar hreyfingu þegar ég var yngri en hafði svolítið dottið út úr reglulegri hreyfingu. Strax í fyrsta tímanum varð ég heilluð af barre og mætti upp frá þessu nánast daglega í tíma.“
Um það bil ári eftir að hafa mætt í sinn fyrsta tíma var Helga farin að kenna barre. „Mér var óvænt boðið að byrja að kenna barre, en ég hafði ekki einu sinni leitt hugann að því að fara úr því að vera nemandi yfir í að kenna öðrum barre. En ég ákvað þó sem betur fer að slá til.“
Eftir að hafa kennt barre um nokkurt skeið í mismunandi stúdíóum, vegna reglulegra búferlaflutninga innan Kaliforníu, gerðist Helga einn af eigendum The Dailey Method stúdíósins. „Ég var því allt í einu farin að reka barre stúdíó í Suður-Kaliforníu. Þetta var mjög lærdómsríkur og skemmtilegur tími. Þarna bætti ég m.a. við mig réttindum til að þjálfa verðandi barre kennara.“ Helga var í eigendahópi stúdíósins í þrjú ár.
Íslendingar haft lítil kynni af barre
Helga segir barre-aðferðafræðina hafa verið til í áratugi en um það leyti sem hún hafi kynnst barre fyrst hafi vinsældir þess verið að síaukast og sífellt fleiri stúdíó að opna víða um Bandaríkin. Íslendingar hafi þó almennt séð haft lítil kynni af barre. Þegar hún og fjölskyldan fluttu svo heim til Íslands árið 2020 þótti henni tilvalið að kynna landsmenn fyrir barre.
Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.
Í sumar opnaði Helga Guðný Theodors stúdíóið Núna Collective Wellness Studio úti á Granda. Þar býður Helga upp á hóptíma í barre, sem hún lýsir sem blöndu af pilates, jóga og styrktaræfingum, gerðar á dýnu og við ballettstöng. Þessari tegund líkamsræktar kynntist hún er hún bjó í Oakland í Norður-Kaliforníu í Bandaríkjunum. Helga bjó ásamt eiginmanni sínum og börnum í Bandaríkjum í þrettán ár. Í tíu af þessum þrettán árum starfaði hún sem barre kennari.
„Skömmu eftir að við fluttum út plataði vinkona mín mig í barre tíma með sér. Hún hafði farið áður í svona tíma og gaf þeim góð meðmæli. Ég var alltaf mikið í allskonar hreyfingu þegar ég var yngri en hafði svolítið dottið út úr reglulegri hreyfingu. Strax í fyrsta tímanum varð ég heilluð af barre og mætti upp frá þessu nánast daglega í tíma.“
Um það bil ári eftir að hafa mætt í sinn fyrsta tíma var Helga farin að kenna barre. „Mér var óvænt boðið að byrja að kenna barre, en ég hafði ekki einu sinni leitt hugann að því að fara úr því að vera nemandi yfir í að kenna öðrum barre. En ég ákvað þó sem betur fer að slá til.“
Eftir að hafa kennt barre um nokkurt skeið í mismunandi stúdíóum, vegna reglulegra búferlaflutninga innan Kaliforníu, gerðist Helga einn af eigendum The Dailey Method stúdíósins. „Ég var því allt í einu farin að reka barre stúdíó í Suður-Kaliforníu. Þetta var mjög lærdómsríkur og skemmtilegur tími. Þarna bætti ég m.a. við mig réttindum til að þjálfa verðandi barre kennara.“ Helga var í eigendahópi stúdíósins í þrjú ár.
Íslendingar haft lítil kynni af barre
Helga segir barre-aðferðafræðina hafa verið til í áratugi en um það leyti sem hún hafi kynnst barre fyrst hafi vinsældir þess verið að síaukast og sífellt fleiri stúdíó að opna víða um Bandaríkin. Íslendingar hafi þó almennt séð haft lítil kynni af barre. Þegar hún og fjölskyldan fluttu svo heim til Íslands árið 2020 þótti henni tilvalið að kynna landsmenn fyrir barre.
Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.