Þess var minnst um síðustu helgi að 60 ár eru liðin frá því að Ford Mustang sá fyrst dagsins ljós. Af því tilefni voru dýrmætustu og sjaldgæfustu Mustang-bílar landsins samankomnir á sérstakri afmælissýningu í Brimborg.
Fallað er um málið í nýju Bílablaði Eftir vinnu sem kom út í morgun. Hægt er að nálgast efni úr blaðinu hér.
Þess var minnst um síðustu helgi að 60 ár eru liðin frá því að Ford Mustang sá fyrst dagsins ljós. Af því tilefni voru dýrmætustu og sjaldgæfustu Mustang-bílar landsins samankomnir á sérstakri afmælissýningu í Brimborg.
Fallað er um málið í nýju Bílablaði Eftir vinnu sem kom út í morgun. Hægt er að nálgast efni úr blaðinu hér.
Fjöldi gesta mætti að skoða þessa eðlabíla. Á staðnum voru um 35 Mustang bílar af öllum kynslóðum til að fagna afmæli Mustang, samtals um 15.000 hestöfl. Meðal bílanna var Mustang Shelby GT-500 frá 2021 sem er nýjasti Shelby GT500 landsins.
Elsti Ford Mustang landsins var einnig til sýnis. Sá var framleiddur 8. maí 1964, eða einungis þremur vikum eftir að Ford Mustang kom fyrst á markað. Ford Mustang High Country Special af árgerðinni 1966 en aðeins 333 eintök voru smíðuð og þessi bíll er eini bíllinn utan Bandaríkjanna. Þessi bíll er nýkominn úr gagngerri uppgerð.
Einnig voru til sýnis Ford Mustang Cobra Jet 2007 og Ford Mustang Cobra Jet 2018, einn af 68 bílum sem framleiddir voru það árið. Þetta eru sérsmíðaðir kvartmílubílar með um 1400 hestafla mótora.
Þetta var einungis brot af því bílaúrvali sem var til sýnis en meðal fjölda annarra spennandi bíla voru Mustang Saleen Sterling S302E, en af honum voru einungis 25 framleiddir; Mustang LX frá 1986, sem er einn hraðskreiðasti Mustang landsins og einnig meistaralega uppgerður Mustang Mach-1 frá 1971.
Dýrasti Mustang bíllinn
Ford Mustang, sem var notaður í kvikmyndinni Bullit árið 1968 og Steve McQueen keyrði, var seldur á uppboði árið 2020 á 3,4 milljónir dala, eða um 420 milljónir króna, sem gerir hann að dýrasta Ford Mustang sem nokkurn tíma hefur selst.